Landslið

U21 karla - Sigur á Skotlandi og úrslitaleikur gegn Úkraínu - 5.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um æsti í lokakeppni EM 2017 í Póllandi en liðið vann 2-0 sigur á Skotlandi í kvöld. Vinni Ísland sigur á Úkraínu þann 11. október þá er farseðillinn á EM tryggður.

Lesa meira
 

Leiksskrá fyrir A-karla og U21 er komin út - 5.10.2016

Rafræn leikskrá fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2018 karla og undankeppni EM U21 er komin út. Í leikskránni má finna viðtöl, greinar og upplýsingar um leiki liðanna sem eru leiknir á komandi dögum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag kl. 15:30 - 5.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Skotum í dag í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 15:30 á Víkingsvelli.  Með sigri stígur íslenska liðið stórt skref í áttina að úrslitakeppninni sem haldin verður í Póllandi á næsta ári.  Miðasala fer fram hjá www.midi.is og einnig verður miðasala á Víkingsvelli frá kl. 14:30. Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands - 5.10.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM sem fram fer sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli.  Um 1100 miðar fóru í sölu í gær en um var m.a. að ræða miða sem Tyrkir nýttu sér ekki. Ef fleiri miðum verður skilað til KSÍ verða þeir seldir á leikdag í miðasölunni á Laugardalsvelli og á það bæði við um Tyrkjaleikinn sem og á Finnaleikinn

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög