Landslið

A-karla - Ísland og Króatía með sigra í kvöld - 6.10.2016

Ísland og Króatía unnu sigra í kvöld í undankeppni HM 2018. Ísland vann 3-2 sigur á Finnlandi en Króatía vann 0-6 stórsigur á Kósóvó. Tyrkir gerðu 2-2 jafntefli við Úkraínu á heimavelli í riðlinum.

Lesa meira
 

A karla - Mögnuð endurkoma og sigur gegn Finnlandi - 6.10.2016

Strákarnir okkar buðu upp á háspennuleik á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Leikurinn var frábær skemmtun og þrátt fyrir að lenda undir í tvígang vann Ísland að lokum magnaðan 3-2 sigur á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Tolfan

A karla - Miðar til á Ísland - Finnland - 6.10.2016

Ennþá er eitthvað til af miðum á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Eitthvað var skilað af miðum og eru þessir miðar nú í sölu í miðasölu Laugardalsvallar.  Um kl. 14:30 í dag voru enn eftir um 250 miðar og eru þeir í blátt og rautt svæði og kosta 5.000 og 7.000 krónur.  Það er svo 50% afsláttur á miðaverði fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 

U19 karla - Tap gegn Úkraínu í fyrsta leik - 6.10.2016

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 0 en markalaust var í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins gerðu Lettland og Tyrkland jafntefli, 2 - 2 en Ísland mætir Tyrkjum á laugardaginn. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Úkraínu í dag - 6.10.2016

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Úkraínu.  Það eru einmitt heimamenn sem eru mótherjarnir í fyrsta leiknum sem hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA og þar koma einnig fréttir af byrjunarliði.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Ísland mætir Finnlandi í kvöld - 6.10.2016

Ísland tekur á móti Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er fyrst heimaleikur Íslands í keppninni en liðið gerði jafntefli í fyrsta leiknum, gegn Úkraínu á útivelli.

Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 en þar verður eitthvað af miðum til sölu sem t.a.m. var skilað.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög