Landslið
U19 landslið karla

U19 karla - Svekkjandi tap gegn Tyrkjum

Leikið gegn Lettum á þriðjudag

8.10.2016

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Tyrki sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.  Axel Andrésson jafnaði metin í seinni hálfleik, með marki eftir hornspyrnu.

Tyrkir fengu einnig vítaspyrnu í seinni hálfleik en Daði Freyr Arnarsson varði spyrnuna glæsilega.  Tyrkir skoruðu svo sigurmarkið á 82. mínútu en fyrra mark þeirra kom á 10. mínútu leiksins. 

Strákarnir mæta Lettum í síðastu umferðinni á þriðjudaginn en Lettar biðu lægri hlut gegn Úkraínu í dag, 3 - 0. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög