Landslið

Ísland og Kína skildu jöfn á Sincere Cup

Ísland leikur við Dani á laugardaginn

20.10.2016

Kvennalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Kína í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Kína. Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum en leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu.

Fyrsta mark leiksins kom á 6. mínútu en þá kom sending til Fanndísar Friðriksdóttur sem komst framhjá markmanni Kína og setti boltann í markið. Þrátt fyrir ágæt færi komu ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik.

Á 53. mínútu jafnaði Kína metin þegar Wang Shuang skoraði fyrir Kína en kínverska liðið pressaði nokkuð stíft í seinni hálfleik.

Á 82. mínútu komst Kína yfir þegar Yang Li skoraði eftir laglega sókn kínverska liðsins. Það var svo á 86. mínútu að Ísland náði að jafna metin en Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þá eftir að Hólmfríður Magnúsdóttir kom boltanum á Katrínu. Lokatölur 2-2 í spennandi leik. 

Í hinum leik dagsins á mótinu vann Danmörk 2-1 sigur á Úsbekistan en danska liðið skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Ísland og Danmörk mætast á laugardaginn á mótinu og hefst leikurinn klukkan 11:35 að íslenskum tíma.

Viðtöl við Frey Alexandersson og Söru Björk Gunnarsdóttur má finna á YouTube-síðu KSÍ.

Myndir frá leiknum má sjá á Facebook-síðu KSÍ
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög