Landslið

A karla - Vináttulandsleikur við Írland - 21.10.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Írlands um vináttulandsleik hjá A landsliðum karla. Leikurinn fer fram 28. mars 2017 á Aviva leikvangnum í Dublin.

Lesa meira
 

A kvenna - Skemmtileg heimsókn í skóla í Chongqing - 21.10.2016

Leikmönnum úr kvennalandsliðinu var boðið að heimsækja grunnskóla í Chongqing í dag og satt að segja átti enginn von á því sem tók við leikmönnum. Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn.

Lesa meira
 

Ísland í 21. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA - 21.10.2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland var í 27. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út og hefur aldrei verið ofar á listanum en nú.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög