Landslið

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Úsbekistan

Ísland leikur við Úsbeka klukkan 8:00 að íslenskum tíma

23.10.2016

Ísland leikur við Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup í Chongqing í Kína á morgun, mánudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að kínverskum tíma eða 8:00 að íslenskum tíma. 

Ísland er með eitt stig á mótinu eftir að gera jafntefli við Kína en tapað fyrir Danmörku.
Úsbekistan er stigalaust en liðið hefur sýnt góða frammistöðu í leikjum sínum gegn Kína og Danmörku. Það verður því erfitt verkefni sem bíður stelpnanna okkar í lokaleiknum en sigur gæti tryggir Íslandi 2. eða 3. sæti mótsins.

Ólíklegt er að leikurinn sé sýndur á netinu þar sem hann er ekki framleiddur fyrir sjónvarp.

Byrjunarliðið er svona:
Berglind Hrund Jónasdóttir (M)

Hólmfríður Magnúsdóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir - Sif Atladóttir - Rakel Hönnudóttir

Fanndís Friðriksdóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Dóra María Lárusdóttir - Dagný Brynjarsdóttir (F) - Svava Rós Guðmundsdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög