Landslið

Sigur á Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup

Ísland fékk 4 stig á mótinu

24.10.2016

Ísland vann 1-0 sigur á Úsbekistan í lokaleik liðsins á Sincere Cup sem fram fer í Kína. Ísland fékk nokkur góð marktækifæri í leiknum en það var mark Fanndísar Friðriksdóttur sem tryggði Íslandi sigur í leiknum. Markið kom á 64. mínútu leiksins en Fanndís átti skot á markið af löngu færi sem markmaður Úsbekistan náði ekki að verja.

Íslenska liðið sótti stíft í leiknum og hefðu með smá heppni getað bætt við mörkum en þau komu ekki og 1-0 sigur því niðurstaðan. Ísland vann því einn leik á mótinu, tapaði gegn Dönum og gerði jafntefli við Kína.

Kína vann svo í dag 1-0 sigur á Danmörku og stendur því uppi sem sigurvegari mótsins. Danir enda í 2. sæti, Ísland í 3. sæti og Úsbekistan í 4. sætinu.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög