Landslið

U17 karla - Sjáðu framtíðarstjörnur Íslands og Þýskalands í Egilshöll

Ísland og Þýskaland mætast á fimmtudag og laugardag

16.11.2016

U17 ára landslið karla leikur vináttuleiki við Þýskaland á morgun, fimmtudag, og á laugardaginn. Fyrri leikurinn er klukkan 19:15 en leikurinn á laugardag er klukkan 16:00, báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í kvöld, fimmtudag.

Þýska liðið er með þeim öflugri í heiminum en í liðinu eru leikmenn frá stærstu liðum Þýskalands eins og Bayern Munchen, Wolfsburg, Schalke, Bayer Leverkusen og Hamburger SV. Strákarnir okkar þurfa þinn stuðning gegn sterku liði Þýskalands og hvetjum við alla til að mæta í Egilshöll og sjá framtíðarstjörnur Íslands og Þýskalands etja kappi. 

Frítt er á leikina. 

Áfram ÍSLAND!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög