Landslið

U17 karla - Þýskaland of stór biti fyrir íslensku strákanna

Liðin mætast aftur á laugardaginn

17.11.2016

U17 ára landslið Íslands tapaði 2-7 fyrir Þýskalandi í fyrri vináttuleik liðanna sem fram fór í Egilshöll í kvöld. Þýska liðið byrjaði af miklum krafti í leiknum og leiddi 0-3 eftir 15. mínútna leik. Íslenska liðið minnkaði muninn í 2-3 í fyrri hálfleik en þýska liðið gaf þá í og hafði að lokum 2-7 sigur. 

Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu og staðan var orðin 0-2 mínútu síðar þegar Ísland fékk á sig ansi klaufalegt mark. Þýska liðið komst í 0-3 þegar Niclas Kuehn skoraði að nýju á 15. mínútu og hlutirnir alls ekki að falla með íslenska liðinu. En Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þá muninn á 17. mínútu og á 32. mínútu skoraði Ívar Reynir Antonsson og staðan orðin 2-3. En þýska liðið sýndi þá að það er eitt það besta í heimi og það skoraði næstu fjögur mörk leiksins og 2-7 tap niðurstaðan. 

Strákarnir okkar fá tækifæri á svara fyrir tapið en liðin mætast aftur á laugardaginn í Egilshöll og verður blásið til leiks klukkan 16:00. 

Smelltu hérna til að sjá myndir úr leiknumMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög