Landslið

A kvenna - Mótherjar Íslendinga á Algarve kunnir

Mótið fer fram í byrjun mars

23.11.2016

Raðað hefur verið í riðla á Algarve Cup, sem fram fer 1. - 8. mars á næsta ári.  Að venju eru íslenska liðið á meðal þátttakenda á mótinu og hefur verið raðað í riðla.  Ísland er í B riðli með Japan, Noregi og Spáni.

Í A riðli leika Kanada, Danmörk, Portúgal og Rússland og í C riðli leika Ástralía, Kína, Holland og Svíþjóð.  Ísland hafnaði í þriðja sæti á mótinu fyrr á þessu ári en þá léku 8 þjóðir þar en eru 12 að þessu sinni.

Leikjaniðurröðun og dagsetningar verða gerðar kunnar í byrjun desember.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög