Landslið

Ísland í 21. sæti heimslista FIFA

Ísland er langefst meðal Norðurlandaþjóða

24.11.2016

Íslenska karlalandsliðið er í 21. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland stendur í stað frá seinustu birtingu seinasta lista. Eins og undanfarið er Ísland efst Norðurlandaþjóða.


Eins og undanfarið er Ísland efst Norðurlandaþjóða. Svíar eru í 41. sæti listans, Danir í 46. sæti, Færeyjar og Noregur eru saman í 84. sæti og Finnar eru í 93. sæti. 

Argentína er á toppnum, þá kemur Brasilía og svo Þýskaland. 

Smelltu hérna til að skoða listann í heild sinni. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög