Landslið

EM kvenna – Miðasalan framlengd til þriðjudagsins 21. mars

Miðum bætt við á alla leiki Íslands í keppninni í flestum verðflokkum

15.3.2017

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasöluna á EM kvenna í Hollandi, fyrir íslenska stuðningsmenn, en miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is.  Bætt hefur verið við miðum á alla leiki Íslands í keppninni, í flestum verðflokkum, en þeir barnamiðar sem KSÍ fékk til umráða eru uppseldir.

Miðasalan hefur því verið framlengd til þriðjudagins 21. mars og eru áhugasamir hvattir til þess að tryggja sér miða og þar með sæti á meðal stuðningsmanna Íslands.

Einnig er minnt á að Icelandair er með til sölu pakkaferðir á leiki Íslands þar sem miðar á leikina eru innifaldir.

Eftir að miðasölu fyrir stuðningsmenn Íslands lýkur, þriðjudaginn 21. mars, verður hægt áfram að kaupa miða í gegnum heimasíðu UEFA en þá er ekki hægt að tryggja að þeir miðar verði á meðal stuðningsmanna Íslands.

Miðasala á midi.is

Sala hjá Icelandair


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög