Landslið

A karla – Góður 1-0 sigur á Írlandi - 28.3.2017

slenska karlalandsliðið vann góðan 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna sem fram fór á Aviva leikvangnum í Dublin í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sigur gegn Sádí Arabíu - 28.3.2017

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Sádí Arabíu í dag en vináttulandsleikur liðanna var leikinn í Róm.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland en markalaust var í leikhléi.  Góður undirbúningur liðsins að baki fyrir undankeppni EM en liðið lék þrjá leiki í ferðinni. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Svíum í milliriðli fyrir EM - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur á Svíum í fyrsta leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­móts­ins en riðill­inn er leikinn í Portúgal. Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar Reykja­vík­ur skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins.

Lesa meira
 

U21 karla – Vináttuleikur við Saudi Arabíu í dag - 28.3.2017

U21 árs lið karla leikur vináttuleik gegn Saudi Arabíu í dag. Leikurinn sem fer fram á Ítalíu hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er þriðji og síðasti vináttuleikur liðsins á einni viku en tveir leikir gegn Georgíu fóru fram í síðustu viku og um helgina. Fyrri leikurinn tapaðist 1-3 en þeim síðari lauk með jafntefli 4-4.

Lesa meira
 

A karla - Vináttuleikur gegn Írlandi í Dublin í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 28.3.2017

A landslið karla leikur vináttuleik gegn Írum í Dublin í dag. Leikurinn verður 11 viðureign þjóðanna sem fyrst mættust á Laugardalsvelli í vináttuleik 1958. Leikurinn sá endaði með sigri Írlands (2-3) þar sem Helgi Björgvinsson og Þórður Þórðarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Byrjunarliðið á gegn Svíþjóð - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í milliriðli fyrir EM 2017 í dag gegn Svíþjóð. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það skipað eftirtöldum leikmönnum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög