Landslið

U17 kvenna - Ísland mætir Portúgal á morgun, sunnudag

1.4.2017

U17 kvenna leikur lokaleik sinn í milliriðli á morgun, sunnudag. Leikurinn er gegn Portúgal en stelpurnar okkar eiga ennþá möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Til að það gangi upp þarf Ísland að vinna Portúgal og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum í milliriðli.

Ísland vann sigur á Svíþjóð í fyrsta leiknum en tapaði svo gegn Spáni.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er leikurinn í beinni lýsingu á vef UEFA.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Markmaður- Birta Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður- Eygló Þorsteinsdottir

Vinstri bakvörður- Bergdís Fanney Einarsdóttri

Miðverðir- Guðný Árnadóttir og Sóley María Steinarsdóttir

Miðja - Alexandra Jóhannsdóttir, fyrirliði, Stefanía Ragnarsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir

Hægri kantur- Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Framherji- Sveindís Jane Jónsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög