Landslið

U17 kvenna - Sigur gegn Portúgal dugði ekki til

2.4.2017

U17 kvenna vann í dag góðan 4-1 sigur á Portúgal í milliriðli fyrir EM. Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir skoraði þrennu  í leiknum og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir eitt mark. 

Ísland hafnaði í öðru sæti riðilsins með sex stig en Spánn vann riðilinn með sjö stig. Eitt lið fer áfram úr riðlinum og leikur í úrslitakeppninni. Þýskaland tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með bestan árangur í 2.sæti en liðið var með betri markamun en Ísland sem kemst ekki áfram að þessu sinni.

Engu að síður frábær árangur hjá stelpunum okkar sem unnu tvo leiki en lutu í lægra haldi gegn sterku liði Spánverja.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög