Landslið

U16 kvenna - Tap gegn Þýskalandi í dag - 6.7.2017

Ísland tapaði síðasta leik sínum á Norðurlandamóti U16 kvenna í dag gegn Þýskalandi 4-0 og endaði liðið því mótið í 4. sæti. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn allan leikinn og voru 3-0 yfir í hálfleik. Bættu þær síðan við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

Ísland aldrei ofar á heimslista FIFA - 6.7.2017

Nýr heimslisti FIFA var gefinn út í dag og er Ísland komið í 19.sæti, upp um þrjú frá síðustu útgáfu listans. Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum en frábær úrslit gegn Króatíu gerðu það að verkum að liðið stökk yfir Slóvakíu, Egyptaland og Kosta Ríka.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Leikið um bronsið í dag - 6.7.2017

Ísland leikur í dag um bronsið á Norðurlandamóti U16 kvenna í Finnlandi. Andstæðingar dagsins eru Þýskaland og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið hefur leikið mjög vel á mótinu, unnið Finnland og Svíþjóð en tapað fyrir Frakklandi. Þýskaland vann Danmörk, gerði jafntefli við Hollendinga en töpuðu fyrir Noregi. Það má því búast við góðum og spennandi leik í dag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög