Landslið

Fjölmenni mætti á Laugardalsvöll til að hitta kvennalandsliðið

Liðið heldur út til Hollands á morgun, föstudag

13.7.2017

Fjölmenni mætti á Laugardalsvöll í gær til að fá eiginhandaráritanir hjá stelpunum okkar, en kvennalandsliðið heldur til Hollands á EM á morgun, föstudag. 

Áritað var á glænýja liðsmynd sem tekin var af hópnum sérstaklega fyrir EM. 

Fyrsti leikur Íslands er svo á þriðjudaginn kemur þegar liðið mætir Frakklandi í Tilburg og hefst leikurinn klukkan 18:45 að íslenskum tíma. 

Hér má sjá fleiri myndir á Facebook síðu KSÍMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög