Landslið

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Sviss í Doetinchem

Opið 12:00 - 22:00 á leikdag á stuðningsmannasvæði

20.7.2017

Stuðningsmannasvæði í Doetinchem 

Annar leikur Íslands fer fram á De Vijverberg vellinum í Doetinchem. Þar mun íslenska liðið mæta Sviss, en þær töpuðu fyrir Austurríki í fyrsta leik sínum, 0-1. 

Á vellinum leikur De Graafschap leiki sína, en völlurinn tekur 12.600 manns í sæti. Nafnið á vellinum myndi útleggjast á íslensku sem Tjarnarhæð, en nafnið er komið frá hóteli sem var áður á sama stað. Þar sem að það þurfti að fylla upp í margar tjarnir þegar það var byggt kom hugmyndin að þessu nafni, en unnið var af svo miklu kappi að hæð myndaðist. 

Stuðningsmannasvæðið verður opið frá 12:00 – 22:00 og er það staðsett á Ijsselkade, í aðeins 1,8 km fjarlægð frá vellinum. Það er hliðina á ánni Ijssel og þar verður fjör og gaman fyrir alla fjölskylduna. Þar verða alls konar leikir og ýmis konar knattspyrna í boði. Að sjálfsögðu verða hoppukastalar fyrir börnin. Fullkominn dagur fyrir fjölskylduna! 

ÁFRAM ÍSLAND varningur

Áfram Ísland verður að selja Íslands-varning hjá kirkjunni og gosbrunninum í miðborginni í Doetinchem frá klukkan 12:00 í dag.  Áfram Ísland!

Skrifstofa KSÍ á leikdag 

KSÍ verður með skrifstofu opna á stuðningsmannasvæðinu frá klukkan 14:00 - 16:00 á leikdag. Þar verða ógreiddar miðapantanir afgreiddar og verða starfsmenn KSÍ á staðnum. 

Upplýsingar fyrir stuðningsmenn 

Töskur eru leyfðar inn á völlinn, en það verður leitað í þeim.

Vökvi er EKKI leyfður. 

Hægt verður að fá að fara inn með ungbarna kerrur.

Það er 25-30 mínútna gangur frá stuðningsmannasvæðinu. 

”Ég er kominn heim” verður spilað 17:40 á vellinum.

Búist er við að það verði heitt á vellinum!

Góða skemmtun og Áfram Ísland. 

Smelltu hérna til að skoða Facebook-síðu KSÍ 

Smelltu hérna til að skoða vef mótsins

Smelltu hérna til að skoða meiri upplýsingar um stuðningsmannasvæði
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög