Landslið

U17 karla - Strákarnir okkar byrjuðu með sigri

Næstu leikir fara fram á þriðjudaginn

30.7.2017

Opna Norðurlandamót U17 ára landsliða drengja hófst í dag en leikið var í báðum riðlum mótsins. Mótið fer fram hér á landi.

Strákarnir okkar byrjuðu mótið af krafti en Ísland byrjaði mótið með 3-0 sigri á Norður Írlandi. 

Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir á fjórðu mínútu en Karl Friðleifur Gunnarsson tvöfaldaði forskotið á 44. mínútu en það var svo Stefán Ingi Sigurðarson sem innsiglaði 3-0 sigur Íslands með marki á 70. mínútu leiksins. 

Í sama riðli mættust Pólland og Noregur þar sem Norðmenn 

unnu 1-0 sigur. Í B-riðli vann Danmörk 8-0 sigur á Færeyjum og Svía unnur 2-0 sigur á Finnum. 

Næstu leikir á mótinu eru á þriðjudaginn.

 java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival-lands.asp

Landslið


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp