Landslið

U16 karla - Noregur Norðurlandameistari

Ísland í 6. sæti

5.8.2017

Noregur varð í dag Norðurlandameistari U16 karla eftir 4-1 sigur á Danmörku í úrslitaleik mótsins, en leikið var á Floridana-vellinum. 

Ísland lék um 5.-6. sætið gegn Finnlandi á Alvogen-vellinum og endaði sá leikur 2-2, en Finnar unnu síðan í vítaspyrnukeppni. 

Svíþjóð og Pólland léku um 3.-4 sætið á Kópavogsvelli og unnu Svíar þann leik, 2-0. 

Norður Írland og Færeyjar léku síðan um 7.-8. sætið á Leiknisvelli og unnu Norður Írar 3-1. 

Lokastaða mótsins: 

1. Noregur 

2. Danmörk 

3. Svíþjóð 

4. Pólland 

5. Finnland 

6. Ísland 

7. Norður Írland 

8. Færeyjar
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög