Landslið

U18 karla - Góður sigur á Slóvökum - 23.8.2017

Strákarnir í U18 lögðu Slóvaka í öðrum leik sínum á Tékklandsmótinu og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að íslenska liðið hafði leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Dagur Dan Þórhallsson skoraði 2 mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik og Ágúst Hlynsson bætti við þriðja markinu undir lok leiksins. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Finnland - Ísland - 23.8.2017

Enn er nokkuð af miðum sem bíða afhendingar á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram í Tampere, laugardaginn 2. september.  Þeir sem keyptu miðana í gegnum miðasölukerfi hja midi.is þurfa að sækja miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli á milli 08:30 og 16:00. Lesa meira
 

Leikið gegn Tyrklandi á Eskişehir Yeni Stadyumu - 23.8.2017

Ísland leikur gegn Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskişehir Yeni Stadyumu í Eskisehir.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög