Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM

Leikið á Laugardalsvelli, mánudaginn 18. september kl. 18:15

29.8.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 18. september kl. 18:15 en þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM í Frakklandi 2019.

Frítt verður á leikinn að þessu sinni og vill KSÍ þannig þakka fyrir stuðninginn á EM í Hollandi á þessu ári þar sem íslenskir áhorfendur voru í sérflokki.

Þetta er í fyrsta skiptið sem að Ísland og Færeyjar mætast í mótsleik hjá A landsliðum kvenna og jafnframt er þetta í fyrsta skiptið sem Færeyingar eru með undankeppni HM kvenna en Færeyingar unnu sinn riðil í forkeppninni.  Færeyingar hefja reyndar leik á heimavelli í keppninni þegar þeir taka á móti Tékkum 14. september.

Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina í Frakklandi en aðrar þjóðir í riðlinum eru:  Þýskaland, Tékkland og Slóvenía.  Þær fjórar þjóðir, sem verða með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum 7, leika svo umspilsleiki um eitt laust sæti í úrslitakeppninni.

Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni, Anna Rakel Pétursdóttir úr KA en annars er hópurinn þannig skipaður:

Nafn Félag Leikir Mörk
Agla María Albertsdóttir Stjarnan 7  
Anna Björk Kristjánsdóttir LB07 32  
Anna Rakel Pétursdóttir Þór/KA 0  
Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik 28 1
Dagný Brynjarsdóttir Portland Thorns 73 19
Elín Metta Jensen Valur 29 5
Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik 87 11
Glódís Perla Viggósdóttir FC Rosengard 57 2
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden 54  
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Valerenga 45 5
Hallbera Guðný Gísladóttir Djurgarden 87 3
Hólmfríður Magnúsdóttir KR 112 37
Ingibjörg Sigurðardóttir Breiðablik 4  
Katrín Ásbjörnsdóttir Stjarnan 15 1
Rakel Hönnudóttir Breiðablik 83 5
Sandra María Jessen Þór/KA 19 6
Sandra Sigurðardóttir Valur 16  
Sara Björk Gunnarsdóttir Wolfsburg 109 18
Sif Atladóttir Kristianstad 66  
Sigríður Lára Garðarsdóttir IBV 10  Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög