Landslið

U17 karla - 2-0 sigur gegn Færeyjum í dag

Síðasti leikur liðsins gegn Rússlandi á þriðjudaginn klukkan 10:00

30.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2018. Mótherjar dagsins voru Færeyjar og unnu strákarnir 2-0 sigur.. 

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði bæði mörk Íslands í dag.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Finnland í fyrsta leik liðsins í riðlinum. Á sama tíma töpuðu Færeyjar fyrir Rússlandi, 1-3.

Síðasti leikur liðsins er á þriðjudaginn næstkomandi og hefst hann klukkan 10:00. Mótherjarnir þá eru Rússland.

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Sigurjón Daði Harðarson 

Varnarmenn: Guðmundur Axel Hilmarsson, Finnur Tómas Pálmason og Teitur Magnússon 

MIðjumenn: Karl Friðleifur Gunnarsson, Sölvi Snær Fodilsson, Kristall Máni Ingason, Ísak Snær Þorvaldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason. 

Sóknarmenn: Andri Lucas Guðjohnsen og Stefán Ingi Sigurðarson 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög