Landslið
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Vináttulandsleikur við Færeyjar 15. ágúst

Lokaundirbúningurinn fyrir undankeppni HM 2014

30.3.2012

Samið hefur verið við Færeyinga um vináttulandsleik A liða karla þann 15. ágúst næstkomandi og er sá leikur lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014, sem hefst í september.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður þetta 24. viðureign þessara frændþjóða.  Ísland hefur haft sigur í 21 leik, einu sinni hafa liðin gert jafntefli og Færeyingar hafa unnið einn leik.

Fyrri viðureignir

Eins og kynnt hefur verið hafa þegar verið staðfestir vináttulandsleikir við Svía og Frakka í maí.  Undankeppni HM 2014 hefst síðan með heimaleik við Norðmenn 7. september.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög