Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A landslið kvenna - Styttist í stórleikinn gegn Belgum

Ísland aldrei unnið Belgíu í kvennalandsleik

3.4.2012

Það styttist í stórleikinn gegn Belgum í undankeppni EM en hann fer fram á morgun, miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Liðið hélt utan á sunnudagsmorgun og hefur æft vel úti og verður æft á keppnisvellinum í Dessel í dag.

Ísland hefur aldrei unnið sigur á Belgíu í kvennalandsleik, hvort sem er að ræða hjá A landsliðinu eða yngri landsliðum.  Leikirnir eru hafa heldur ekki verið margir til þessa, þetta er aðeins í annað skiptið sem þjóðirnar leika hjá A landsliðum kvenna en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.  Hinir þrír leikirnir hafa verið hjá U19 landsliðum kvenna og hefur tveimur lyktað með jafntefli en einu sinni hafa Belgar farið með sigur af hólmi.

Umfjöllun um leikinn á uefa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög