Landslið
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Svekkjandi ósigur gegn Belgum í Dessel

Hemastúlkur skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik

4.4.2012

Stelpurnar í A landsliði kvenna gengu niðurlútar af velli eftir svekkjandi tap gegn Belgum í Dessel í kvöld.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur og kom eina mark leiksins á 66. mínútu en íslenska liðið sótti mun meira í leiknum.  Belgíska liðið skaust því á toppinn á riðlinum með 14 stig eftir sjö leiki, Ísland hefur 13 stig eftir sex leiki og Noregur er með 12 stig eftir sex leiki.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en mikil barátta setti svip á leikinn og opin færi ekki ýkja mörg.  Íslenska liðið byrjaði svo seinni hálfleikinn af krafti og sótti linnulítið.  Það var því gegn gangi leiksins að Belgar skoruðu mark á 68. mínútu og skildi það mark liðin að í leikslok.  Belgíska liðið fékk aukið sjálfstraust við markið og náði að verjast öllum sóknarlotum íslenska liðsins og fagnaði vel í leikslok.

Belgar hafa komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni og eru nú í efsta sæti riðilsins en íslenska liðið hefur tapað fæstum stigum allra í riðlinum.  Leikirnir framundan verða því hver öðrum mikilvægari en næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Ungverjalandi á heimavelli, 16. júní.

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög