Landslið
Fjarðabyggðarhöllin

Þrjátíu leikmenn á úrtaksæfingar U16 og U17

Æft í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 15. apríl

11.4.2012

Þrjátíu leikmenn félaga á Austurlandi, fæddir 1996 og 1997, hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar vegna U16 og U17 landsliða karla.  Æfingarnar, sem fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 15. apríl, verða undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands; og Gunnars Guðmundssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Sem fyrr segir eru leikmennirnir alls þrjátíu talsins og koma þeir frá átta félögum.  Flestir koma frá Sindra á Hornafirði, alls 7 leikmenn, og Leiknir Fáskrúðsfirði á 6 leikmenn í æfingahópnum.  Önnur félög sem eiga fulltrúa í æfingahópnum eru Austri Eskifirði, Einherji Vopnafirði, Höttur Egilsstöðum, Súlan Stöðvarfirði, Valur Reyðarfirði og Þróttur Neskaupstað.

Æfingahópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög