Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar hársbreidd frá úrslitakeppninni

Höfnuðu í öðru sæti í riðlinum en Sviss komst áfram

18.4.2012

Stelpurnar í U17 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna en lokaumferð milliriðils þeirra fór fram í dag.  Ísland lagði Belgíu með þremur mörkum gegn einu en á sama tíma vann Sviss England, 1 - 0.  Sviss tryggði sér þar með efsta sætið í riðlinum og þátttökurétt í úrslitakeppninni í Sviss.

Íslenska liðið komst yfir strax á 4. mínútu leiksins þegar Elín Metta Jensen setti boltann í netmöskvana hjá Belgum.  Hún var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks og Ísland leiddi sanngjarnt, 2 - 0 í leikhléi.

Belgar minnkuðu muninn á 68. mínútu og hleyptu spennu í leikinn en Ingibjörg Sigurðardóttir bætti við þriðja marki Íslands um 5 mínútum síðar og öruggur íslenskur sigur í höfn.  Stelpurnar þurftu þá að treysta á að Sviss næði ekki sigri gegn Englandi en það voru þær svissnesku sem skoruðu eina markið í leiknum, á lokamínútu fyrri hálfleiks, og tryggðu sér efsta sætið í riðlinum.

Engu að síður mjög góður árangur hjá stelpunum í riðlinum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög