Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 131. sæti

Stendur í stað frá síðasta lista

9.5.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Er það sama sæti og á síðasta lista en litlar breytingar eru á milli lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma þar á eftir.

Næstu verkefni liðsins eru undir lok þessa mánaðar þegar leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn Frökkum og Svíum.  Leikið verður gegn Frökkum, sunnudaginn 27. maí á Stade du Hainaut í Valenciennes.  Leikið verður svo við Svía, miðvikudaginn 30. maí, á Gamla Ullevi í Gautaborg.  Frakkar og Svíar eru hlið við hlið á nýja styrkleikalistanum, Frakkar í 16. sæti og Svíar í 17. sæti.

Styrkleikalisti karla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög