Landslið
Jóhann Berg Guðmundsson sækir að marki Andorra á Laugardalsvellinum 2010

A karla - Leikið við Andorra 14. nóvember

Vináttulandsleikur sem fer fram í Andorra

21.5.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komið sér saman um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Andorra 14. nóvember næstkomandi.  Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambandanna sem fól einnig í sér vináttulandsleik á Laugardalsvelli sem fram fór árið 2010.

Þegar leikið var á Laugardalsvelli fóru Íslendingar með sigur af hólmi, 4 - 0 en alls hafa þjóðirnar mæst fjórum sinnum og hafa Íslendingar haft sigur í öllum viðureignunum.

Næstu verkefni landsliðsins eru hinsvegar vináttulandsleikir gegn Frökkum 27. maí og Svíum 30. maí.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög