Landslið
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn fyrir leiki gegn Aserum og Norðmönnum

Leikið heima gegn Aserum 5. júní og ytra gegn Norðmönnum 12. júní

25.5.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Þrír leikmenn í hópnum hafa ekki áður leikið með U21 landsliðinu en 19 leikmenn eru í hópnum.

Íslendingar eru með þrjú stig eftir 5 leiki í riðlinum og eru í neðsta sæti á eftir Aserum sem hafa stigi meira eftir jafnmarga leiki.  Liðin mættust ytra 29. febrúar síðastliðinn og höfðu Aserar þá betur, 1 - 0.  Norðmenn eru með sjö stig eftir fjóra leiki og eru í þriðja sæti riðilsins.  Þeir fóru með sigur af hólmi þegar þjóðirnar mættust í sömu keppni á Kópavogsvelli á síðasta ári, 0 - 2.

Hópurinn

Riðillinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög