Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Aserbaídsjan

Leikurinn fer fram á KR velli þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15

4.6.2012

Strákarnir í U21 taka á móti Aserum á KR velli og fer leikurinn fram á morgun, þriðjudaginn 5. júní og hefst kl. 19:15.  Leikurinn er liður í undankeppni EM en íslenska liðið er sem stendur í neðsta sæti riðilsins með 3 stig eftir fimm leiki.  Aserar eru sætinu yfir ofan, hafa 4 stig eftir sex leiki en þeir koma hingað frá Noregi þar sem þeir töpuðu, 1 - 0, fyrir heimamönnum síðastliðinn föstudag.

Þegar þessi lið mættust í Aserbaídsjan í febrúar á þessu ári höfðu heimamenn betur, 1 - 0.  Það er svo stutt í næsta verkefni hjá liðinu því liðið leikur gegn Norðmönnum ytra, þriðjudaginn 12. júní.

Aðgangseyrir eru 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Riðillinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög