Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sigurður Ragnar sá landsliðskonur í Svíþjóð

Sá þrjá leiki um helgina í sænsku úrvalsdeildinni

4.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var um helgina um Svíþjóð þar sem hann fylgdist með nokkrum landsliðskonum leika í sænsku úrvalsdeildinni.  Framundan hjá kvennalandsliðinu er hörkubarátta um sæti í EM 2013 og er næsta verkefni hér á Laugardalsvelli þegar tekið verður á móti Ungverjum.

Sigurður sá leik Tyresjö og Djurgarden á laugardaginn en með síðarnefnda liðinu leika þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir.  Á sunnudeginum sá hann svo tvo leiki, fyrst sá hann Katrínu Ómarsdóttur og Sif Atladóttur hjá Kristianstads leika gegn Umeå.  Seinni leikur dagsins var leikur Malmö og Kopparsberg/Gautaborg þar sem Þóra Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku listir sínar með Malmö.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög