Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Andri og Arnór koma inn í hópinn

Leikið gegn Norðmönnum 12. júní næstkomandi

6.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Noregi í undankeppni EM en leikið verður í Drammen, þriðjudaginn 12. júní.  Inn í hópinn koma þeir Andri Adolpsson úr ÍA og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík.

Koma þeir í stað Kristins Steindórssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar en þeir taka út leikbann gegn Noregi vegna tveggja gulra spjalda.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög