Landslið
Hvolsvollur-lofmynd

Frá KFR í landsliðið

Leika á Opna Norðurlandamótinu í Noregi

5.7.2012

Þrír leikmenn sem valdir hafa verið í U16 ára landslið kvenna sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í Noregi nú í júlí hófu knattspyrnuferil sinn með yngri flokkum KFR (Knattspyrnufélags Rangæinga), en þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir.  Bergrún og Hrafnhildur leika núna með ÍBV en Katrín með Selfossi.

Með þessu feta þremenningarnir í fótspor þeirra Hólmfríðar Magnúsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur sem einnig léku með yngri flokkum KFR en leika nú með A landsliði Íslands.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög