Landslið
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Tap í kaflaskiptum leik gegn Svíum

Leikið gegn Frökkum á fimmtudaginn

10.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu í dag gegn sænskum stöllum sínum en þetta var annar leikur liðsins á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Svía eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og sótti mikið allan fyrri hálfleikinn.  Ekki tókst að koma boltanum í netið utan einu sinni, þegar mark var dæmt af Íslendingum vegna rangstöðu.  Leikurinn snérist hinsvegar töluvert við í síðari hálfleiknum, sænska liðið byrjaði af krafti og skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fimm mínútna leik.  Það mark dugði Svíum til sigurs þrátt fyrir mikla baráttu íslenska liðsins.

Þetta var annar leikur liðsins á mótinu en sá fyrri, sem var gegn Finnum, tapaðist með sömu markatölu.  Lokaleikur Íslands verður svo gegn Frökkum, fimmtudaginn 12. júlí.

Riðillinn

Heimasíða mótsins

U16-gegn-Svithjod


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög