Landslið
U16-gegn-Frokkum

U16 kvenna - Frakkarnir reyndust sterkari

Leikið verður um 7. sætið gegn Dönum á laugardaginn

12.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu lokaleik sínum í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins sem fram fer í Noregi.  Frakkar voru mótherjarnir og fór þeir með sigur af hólmi, 4 - 0, eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.

Franska liðið byrjaði mun betur og átti íslenska liðið í vök að verjast frá upphafi.  Eftir stangarskot frá Frökkum þá komust þeir yfir á 27. mínútu og bættu við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar.  Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés og höfðu Frakkar áfram yfirhöndina í síðari hálfleiknum.  Tvö mörk litu dagsins ljós í síðari hálfleiknum og komu þau á 68. og 70. mínútu.  Íslenska liðinu gekk illa að byggja upp sóknir gegn sterku frönsku liði og marktækifærin frekar fá.

En framundan er svo leikur um 7. sætið á mótinu og fer hann fram á laugardaginn.  Mótherjarnir verða Danir og gefst það tækifæri til að enda mótið á jákvæðan hátt.

Riðlillinn

Heimasíða mótsins


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög