Landslið
Open-Nordic

U16 kvenna - Góður sigur á Dönum

Íslenska liðið í 7. sæti á Opna Norðurlandamótinu

14.7.2012

Stelpurnar í U16 unnu góðan sigur á stöllum sínum frá Danmörku í morgun en leikið var um 7. sæti á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.  Ísland hafnaði því í 7. sæti á mótinu.

Íslenska liðið spilaði sinn besta leik á mótinu í dag og var sterkari aðilinn allan leikinn gegn Dönum.  Elma Lára Auðunsdóttir kom Íslandi yfir á 15. mínútu og Esther Rós Arnardóttir bætti við öðru marki 37. mínútu.  Íslenska liðið hafði svo yfirhöndina í leiknum sem eftir var en náði ekki að bæta við marki.

Heimasíða mótsins


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög