Landslið
U19 landslið karla

U19 karla - Góður sigur á Svíum

Leikið við Norðmenn á laugardaginn

19.7.2012

Strákarnir í U19 halda áfram góðu gengi sínu á Svíþjóðarmótinu en heimamenn voru mótherjarnir í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Sigurinn var sanngjarn og sætur á Svíum en Elías Már Ómarsson kom Íslendingum yfir á 60. mínútu og Sindri Björnsson innsiglaði svo sigurinn á 80. mínútu.  Íslenska liðið hefur því unnið báða leiki sína til þessa á mótinu en lokaleikurinn verður gegn Norðmönnum á laugardaginn kl. 11:00.  Norðmenn lögðu Rúmena, örugglega, fyrr í dag með fjórum mörkum gegn engu.  Jafntefli dugar íslenska liðinu til sigurs á þessu æfingamóti.

Svíþjóðarmótið


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög