Landslið
U19-karla-i-Svithjod

U19 karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Eistlandi

Leikið á Víkingsvelli og Grindavíkurvelli

6.9.2012

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá U19 karla gegn jafnöldrum þeirra frá Eistlandi.  Fyrri leikurinn er á morgun, föstudaginn 7. september, á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00.  Sá síðari er sunnudaginn 9. september en þá verður leikið á Grindavíkurvelli.

Í leikmannahóp íslenska liðsins eru 23 leikmenn og koma þeir frá 19 félögum, þar af eru 7 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.

Við hvetjum knattspyrnuáhugafólkt til þess að flykkjast á völlinn og hvetja strákana.  Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt er vert að taka fram að báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á http://www.sporttv.is/.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög