Landslið
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Mætum í bláu - Styttist í leik Íslands og Noregs

Gerum Laugardalsvöll að blárri heimavallargryfju

6.9.2012

Það styttist í stórleik Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45. 

Stuðningur áhorfenda er ómetanlegur í leikjum sem þessum og getur skipt sköpum.  Tólfan mun láta vel í sér heyra á vellinum en þeir mæta til leiks bláir og kátir.  Við viljum hvetja alla til þess að fara að fordæmi þeirra og mæta í bláu á völlinn og gera þannig Laugardalsvöll að blárri heimavallargryfju.  Það getur verið gamall landsliðsbúningur eða bara blár bolur sem þið eigið inni í skáp, blá húfa, blár trefill, eða hvað sem er.

Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum Laugardalsvelli. Miðasala hefst á hádegi á leikdag á Laugardalsvelli en einnig verður hún opin frá 12:00 - 16:00 í dag, fimmtudaginn 6. september. Að sjálfsögðu er einnig hægt að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Ísland er landið! - Blár er liturinn!

Áfram Ísland!

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög