Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum tímanlega á völlinn

Forðumst langar biðraðir við völlinn

7.9.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Noregs í undankeppni HM í kvöld kl. 18:45 á Laugardalsvelli.  Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli í kvöld.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir.  Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:45.

Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 og eru þeir sem enn eiga eftir að fá sér miða, hvattir til þess að koma tímanlega til að tryggja sér miða.  Einnig er hægt að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/.

Miðasala


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög