Landslið
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Leikið á Víkingsvelli kl. 15:00 í dag - Leikurinn í beinni á Sport TV

7.9.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir liði Eistland í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 15:00.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en seinni leikurinn fer fram í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Alfreð Már Hjaltalín

Vinstri bakvörður: Ósvald Traustason

Miðverðir: Orri Sigurður Ómarsson og Hjörtur Hermannsson

Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson, Gunnar Þorsteinsson og Ragnar Bragi Sveinsson

Hægri kantur: Arnar Aðalgeirsson

Vinstri kantur: Hafþór Aðalgeirsson

Framherji: Árni Vilhjálmsson

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að mæta á völlinn og hvetja strákana.  Þeir sem ekki eiga heimangengt geta horft á leikinn á http://www.sporttv.is/ þar sem hann verður sýndur í beinni útsendingu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög