Landslið
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Annar leikur liðsins í riðlakeppni EM

7.9.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Eistlandi í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leiknum.   Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er minnt á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA, http://www.uefa.com/.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir

Hægri bakvörður: Guðrún Höskuldsdóttir

Vinstri bakvörður: Hrafnhildur Hauksdóttir

Miðverðir: Katla Rún Arnórsdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir

Tengiliðir: Lillý Rut Hlynsdóttir, Rakel Jónsdóttir og Andrea Rán S. Hauksdóttir

Hægri kantur: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir

Vinstri kantur: Hulda Ósk Jónsdóttir

Framherji: Alda Ólafsdóttir

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög