Landslið
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum

Lokaleikur liðsins í riðlinum sem fram fer í Slóveníu

11.9.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Slóveníu.  Leikið verður gegn Tékkum í dag kl. 14:30 að íslenskum tíma og þarna keppa tvö efstu lið riðilsins um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti í milliriðlum.  Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir

Hægri bakvörður: Steinunn Sigurjónsdóttir

Vinstri bakvörður: Hrafnhildur Hauksdóttir

Miðverðir: Katla Rún Arnórsdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir

Tengiliðir: Guðrún Karitas Sigurðardóttir, Rakel Jónsdóttir og Andrea Rán S. Hauksdóttir

Hægri kantur: Katrín Rúnarsdóttir

Vinstri kantur: Esther Rós Arnarsdóttir

Framherji: Elma Lára Auðunsdóttir

Jafntefli dugar íslenska liðinu til sigurs í riðlinum en annað sæti getur líka komið liðinu áfram í milliriðla en fimm þjóðir með bestan árangur í öðru sæti, af riðlunum 11, komast áfram.

Minnt er á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA og nú er bara að senda jákvæða strauma til Slóveníu.

Áfram Ísland

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög