Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Tap í lokaleik undankeppni EM

Íslensku strákarnir lágu gegn Belgum í Beveren

11.9.2012

Strákarnir í U21 töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Belgum í Beveren.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.  Íslendingar enduðu undankeppnina með þrjú stig í riðlinum og kom sigurinn heima gegn Belgum.

Leikurinn var nokkuð jafn framan og þó Belgar leiddu í leikhléi þá sóttu liðin á báða bóga í fyrri hálfleiknum.  Það sama var upp á teningnum framan af síðari hálfleiknum en þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum bættu heimamenn við marki og urðu þau þrjú í viðbót áður en írski dómarinn flautaði til leiksloka.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék í gær sinn 27. U21 landsleik og er því orðin sá landsleikjahæsti í þeim aldursflokki.  Hann fór með þessum leik upp fyrir Bjarna Þór Viðarsson sem hefur leikið 26 leiki með U21 karla.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög