Landslið
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Leikið gegn Kýpur í dag

Leikurinn í beinni útsendingu hjá RUV

11.9.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í undankeppni HM en leikið verður á Antonis Papadopoulos vellinum á Larnaca.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 16:50.

Þetta er annar leikur liðsins í keppninni en fyrsta leikinn unnu Íslendingar á heimavelli gegn Norðmönnum, 2 - 0.  Á sama tíma léku Kýpur á útivelli gegn Albaníu og töpuðu þar 3 - 1.  Albanir leika í kvöld á útivelli gegn Sviss og Norðmenn taka á móti Slóveníu.

Ísland og Kýpur hafa mæst hjá A landsliði karla í fimm skipti og hafa Íslendingar unnið tvisvar sinnum en í þrjú skipti hafa leikar endað jafnir.  Öll jafnteflin hafa komið þegar leikið hefur verið á Kýpur.

Áfram Ísland!

KSÍ myndir

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög