Landslið
Spurningakönnun 15. september

Spurningakönnun á kvennalandsleik 15. september

Unnin í tengslum við átak UEFA í markaðsmálum kvennaknattspyrnu

13.9.2012

Á viðureign kvennalandsliða Íslands og Norður-Írlands á Laugardalsvelli þann 15. september næstkomandi verður unnin spurningakönnun sem er hluti af átaki UEFA í markaðsmálum kvennaknattspyrnu og snýr að Pepsi-deild kvenna.  Markmiðið er að greina ýmsa þætti varðandi áhorfendur og aðsókn að leikjum deildarinnar, m.a. hvaða áhorfendur mæta á leiki Pepsi-deildar kvenna og hvers vegna aðrir mæta ekki á leikina.

Á leiknum verða sjálfboðaliðar á vegum KSÍ (sjá mynd hér að neðan) sem gefa sig á tal við vallargesti og óska eftir þátttöku, og er fólk hvatt til að taka vel við þeirri beiðni.  Sjálfboðaliðarnir verða á ferli fyrir leik, á meðan á leik stendur og í hálfleik.  Spurningakönnunin telur alls 8 spurningar og tekur um það bil 2 mínútur.  Þátttaka vallargesta í þessu mikilvæga verkefni er afar vel þegin og getur skilað miklu til kvennaknattspyrnunnar.

Fyrri frétt um verkefnið:  http://www.ksi.is/fraedsla/nr/10227

Takið vel á móti fólki sem er í blárri KSÍ-peysu með möppu í hönd, eins og þessi hér að neðan!

Spurningakönnun 15. september 2012 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög