Landslið
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið A-kvenna gegn Noregi á Ullevaal

Úrslitaleikurinn um EM-sætið

19.9.2012

A landslið kvenna mætir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld.  Um er að ræða hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins og dugir Íslandi jafntefli til að tryggja farseðilinn á EM 2013 í Svíþjóð.  Tapi íslenska liðið fer það í umspil um EM-sæti og fara þeir leikir fram í október, heima og heiman.

Íslenska vörnin hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í níu leikjum keppninnar hingað til og kom annað þeirra frá Norðmönnum í fyrri viðureign þessara liða, 3-1 sigur á Laugardalsvellinum.

Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 17:30.

Byrjunarlið A kvenna gegn Noregi

Myndin hér að ofan er sett upp í danska forritinu Hjemmebanen, sem gefur ekki kost á séríslenskum stöfum.

Byrjunarlið

1.       Þóra B. Helgadóttir

2.       Sif Atladóttir

3.       Rakel Hönnudóttir

4.       Edda Garðarsdóttir

5.       Hallbera Gísladóttir

6.       Hólmfríður Magnúsdóttir

7.       Sara Björk Gunnarsdóttir

8.       Katrín Jónsdóttir (fyrirliði)

9.       Margrét Lára Viðarsdóttir

10.   Fanndís Friðriksdóttir

11.   Katrín Ómarsdóttir

Varamenn

12.   Guðbjörg Gunnarsdóttir

13.   Sandra María Jessen

14.   Dagný Brynjarsdóttir

15.   Harpa Þorsteinsdóttir

16.   Dóra María Lárusdóttir

17.   Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

18.   Glódís Perla Viggósdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög