Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn Portúgal í fyrsta leik

Leikið gegn Norðmönnum á mánudaginn

29.9.2012

Strákarnir í U17 töpuðu gegn Portúgölum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en leikið er á Möltu.  Lokatölur urðu 4 - 2 eftir að Portúgal hafði leitt í leikhléi, 2 - 0. 

Mótherjarnir hófu leikinn af krafti og voru komnir með tveggja marka forystu eftir 17 mínútna leik og leiddu þannig í leikhléi.  Þeir bættu svo við tveimur mörkum á fjögurra mínútna karla um miðjan síðari hálfleik og útlitið ekki gott hjá íslensku strákunum.  En þeir lögðu ekki árar í bát og níu mínútum fyrir leikslok skoraði Albert Guðmundsson fyrir Íslendinga og á lokamínútu leiksins bætti Eggert Georg Tómasson við öðru marki úr vítaspyrnu.

Næsti leikur liðsins er gegn Norðmönnum á mánudaginn en Noregur lagði heimamenn í Möltu, 2 - 1, í hinum leik riðilsins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög